Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik T-15 á Sun Belt Championships

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG luku leik í gær á Sun Belt Championship.

Haraldur Franklín lauk keppni í topp-15 þ.e. varð T-15, jafn öðrum í 15. sæti í einstaklingskeppninni.

Hann lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (73 72 71).

Ragnar Már lauk keppni í 48. sæti (75 70 84) með óvenjuhátt skor á 3. og síðasta hring!

The Sun Belt Championship fór fram á Raven GC í San Destin, Flórída.

Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum og varð háskólalið þeirra Haralds Franklín og Ragnars Más, Louisiana Lafayette í 9. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sun Belt Championship SMELLIÐ HÉR: