Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 7. sæti f. lokahring Sam Hall mótsins

Haraldur Franklín Magnús GR átti glæsilega tvo fyrstu hringi á Sam Hall Intercollegiate mótinu sem fram fer í Hattiesburg, Mississippi.

Haraldur Franklín lék á (70 68) og er í 7. sæti í mótinu, en keppendur eru 86.

Ragnari Má Garðarssyni, GKG, gekk ekki eins vel – Hann lék á samtals 9 yfir pari 151 höggi (76 75) og er T-63 fyrir lokahringinn.

The Ragin Cajun, lið Haraldar Franklín og Ragnars Más er í 3. sæti í liðakeppninni af 15 háskólaliðum, sem þátt taka.

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Ragnars Más á Sam Hall Invitational SMELLIÐ HÉR: