Haraldur Franklín Magnús, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 3. sæti e. 1. hring

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette leika á David Toms Intercollegiate mótinu, sem hófst í Baton Rouge, Louisiana í dag.

Þátttakendur eru tæp 70 frá 12 háskólum.

Haraldur lék 1. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og er í 3. sæti eftir 1. spilaðan hring og á besta skori Louisiana Lafayette!

Á flottum hring sínum fékk Haraldur Franklín 4 fugla, 3 skolla og 1 skramba.  Glæsilegt hjá Haraldi Franklín!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: