Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda T-14 í Indiana

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu,  IUPUI, kepptu dagana 23.-24. október á Charles Braun Intercollegiate.

Gestgjafi var Evansville háskólinn og mótið fór fram í Oak Meadow Country Club, Evansville,  Indiana.

Þátttakendur voru 85 frá 13 háskólum.

Veður setti strik í reikninginn en mótið, sem átti að vera tveggja hringja, var stytt í 1 hrings mót vegna kulda, vinds og rigningar.

Hafdís Alda var á 4. besta skori liðs síns 81 höggi og varð T-24 í einstaklingskeppninni.

IUPUI varð í 4. sæti í liðakeppninni!

Sjá má lokastöðuna á Charles Braun Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  

Þetta er síðasta mót IUPUI á haustönn og verður ekki keppt að nýju fyrr en á nýju ári, 2018.