Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda lauk keppni T-18 Í Indiana

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2017; margfaldur klúbbmeistari GHR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu IUPUI ((Indiana University-Purdue University Indianapolis) luku keppni í gær á Butler Fall Invitational.

Mótið fór fram dagana 2.-3. október í Highland Golf and Country Club, í Indianapolis í Indiana.

Hafdís Alda lék samtals á 156 höggum (77 79) og varð í 18. sæti í mótinu af 73 keppendum.

IUPUI lið Hafdísar Öldu varð í 4. sæti af 10 háskólaliðum sem tóku þátt í mótinu.

Sjá má lokastöðuna í Butler Fall Inv. með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Hafdísar Öldu og IUPUI er Dayton Fall Invitational sem fram fer í Kettering í Ohio 16.-17. október n.k.