Golflið Elon – Gunnhildur er 3. frá vinstri. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2015 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Sunna við keppni í Georgía

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon eru þessa dagana við keppni í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu.

Mótið stendur 29.-31. mars og lýkur í dag.

Þátttakendur eru 83 frá 15 háskólum.

Eftir fyrstu tvo hringina eru Gunnhildur og Sunna báðar í 29. sæti; báðar hafa spilað á samtals 155 höggum; Sunna (76 79) og Gunnhildur (78 77).

Golflið Elon er í 8. sæti. Spennandi dagur framundan hjá Gunnhildi og Sunnu.

Til þess að sjá stöðuna í John Kirk/Panther Intercollegiate mótinu fyrir lokahringinn  SMELLIÐ HÉR: