Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva hófu keppni í gær í Flórída

Gunnhildur Kristjánsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, og félagi hennar úr GKG Særós Eva Óskarsdóttir og golfið hennar í Boston University hófu leik í gær á The Babs Steffens Invitational.

Mótið fer fram í Victoria Hills Golf Club í DeLand, Flórída og stendur dagana 25.-27. mars 2017.

Þátttakendur eru 62 frá 11 háskólum.

Eftir 1. dag er Gunnhildur T-40 en hún lék 1. hring á 9 yfir pari, 81 höggi en Særós Eva er í 58. sæti, en hún lék á 16 yfir pari, 88 höggum.

Í liðakeppninni er Boston, lið Særósar Evu T-2 en Elon í 6. sæti.

Sjá má stöðuna á The Babs Steffens Invitational með því að SMELLA HÉR: