Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2018 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 9. sæti á River Landing

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon, tóku þátt í River Landing Classic mótinu sem fór fram 5.-6. mars sl. og lauk því í gær.

Mótið fór fram í Wallace, Norður-Karólínu.

Gunnhildur lék á samtals 227 höggum (78 72 77) og varð T-45 af 83 þátttakendum.

Lið Elon varð í 9. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Sjá má lokastöðuna á River Landing Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Gunnildar og Elon hefst 25. mars n.k.