Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 14. sæti í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið henar í bandaríska háskólagolfinu Boston University tóku þátt í Palmetto Intercollegiate, sem fram fór á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 105 úr 20 háskólum.

Gunnhildur lék  samtals á 30 yfir pari, 246 höggum (82 83 81) og varð í 92. sæti í einstaklingkeppninni, en Særós Eva, sem keppti sem einstaklingur en ekki með liði sínu, dró sig úr mótinu.

Elon varð í 14. sæti í liðakeppninni e. 1. dag en Boston University, í 12. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Palmetto Intercollegiate með því að  SMELLA HÉR: