Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2017 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 4. sæti á Mimosa Hills mótinu!!!

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon, tóku þátt í Mimosa Hills Intercollegiate mótinu í Morganton, Norður-Karólínu.

Mótið stóð dagana 1.-2. apríl 2017.

Þátttakendur voru 68 frá 11 háskólaliðum.

Lið Elon náði þeim glæsilega árangri að landa 4. sætinu í liðakeppninni.

Gunnhildur varð T-22 í einstaklingskeppninni með skor upp á 11 yfir pari, 155 högg (77 78).

Sjá má lokastöðuna á Mimosa Hills Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Lið Elon spilar næst í CAA Championship í Williamsburg, Virginíu. þ. 14. april í  Ford’s Colony Country Club.