Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni á Kiawah Island í 26. sæti

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar Elon tóku þátt í risastóru kvennagolfmóti Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic.

Mótið fór fram  Kiawah Island, Suður-Karólínu, dagana 25.-27. febrúar 2018 og lauk því í gær.

Gestgjafi var University of Charleston.

Þátttakendur voru 218 frá 43 háskólum og var spilað er á 2 golfvöllum Kiawah Island Resort: Osprey Point og Oak Point völlunum.

Gunnhildur varð T-87 í einstaklingskeppninni með skor upp á 230 högg (74 75 81) og var þetta næstbesti árangur liðsmanna Elon.

Elon, lið Gunnhildar hafnaði í 26. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Edwin Watts Kiawah Island Spring Classic með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Gunnhildar og Elon er