Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 8. sæti e. 1. dag í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið henar í bandaríska háskólagolfinu Boston University hófu í gær leik á Palmetto Intercollegiate, sem fram fer á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Þátttakendur eru  105 úr 20 háskólum.

Gunnhildur lék fyrstu tvo hringina á samtals 10 yfir pari, 82 höggum, en Særós Eva var á 19 yfir pari, 91 höggi.

Gunnhildur er T-86 í einstaklingskeppninni en Særós Eva er T-103

Elon er í 8. sæti í liðakeppninni e. 1. dag en Boston University, í 18. sæti.

Særós Eva keppir sem einstaklingur en ekki með liði sínu.

Fylgjast má með gengi vinkvennanna og klúbbfélaganna og liða þeirra með því að SMELLA HÉR: