Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2016 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 10. sæti á Pinehurst Challenge

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, taka þátt í Pinehurst Challenge í Norður-Karólínu.

Mótið stendur dagana 10.-11. október 2016 og lýkur því í dag.

Gunnhildur spilaði fyrstu 2 hringina á samtals 9 yfir pari (77 76) og er sem stendur T-67 í eintaklingskeppninni.

Þátttakendur eru 96 frá 18 háskólum.

Þriðji hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með hér að neðan.

Elon er 10. sæti í liðakeppninni.

Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni á Pinehurst Challenge með því að  SMELLA HÉR: