Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2018 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku keppni í 3. sæti á Mimosa mótinu!

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í Mimosa Hills Intercollegiate.

Mótið fór fram í Morganton, Norður-Karólínu 1.-2. apríl 2018 og voru þátttakendur 90 frá 16 háskólum.

Gunnhildur lék á samtals 9 yfir pari 153 höggum (72 81) og lauk keppni  T-26 þ.e. var jöfn í 26. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna á Mimosa Hills Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Gunnhildar og Elon er 13. apríl næstkomandi.