Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur lauk keppni T-17 í Massachusetts

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, luku keppni á Boston College Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 24.-25. september í Canton, Massachusetts.

Gunnhildur lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (73 77 78) og lauk keppni T-17. Þetta er besti árangur Gunnhildar með Elon til þessa.

Þátttakendur í mótinu voru 87 frá 16 háskólum.

Lið Gunnhildar, Elon varð í 5. sæti í liðakeppninni  á samtals 52 yfir pari, 916 höggum (306-302-308).

Til þess að sjá lokastöðuna á Boston College Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR:

Næsta mót Gunnhildar og Elon er Pinehurst Challenge, í Norður-Karólínu 9. október n.k.