Gunnnar Blöndahl Guðmundsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2019 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnar varð T-11 á Tabor Fall Inv.

Gunnar Guðmundsson, GKG og lið hans Bethany Swedes tóku þátt í Tabor College Fall Invite.

Mótið fór fram í Sand Creek Station, í Newton, Kansas, dagana 14.-15. október s.l.

Þátttakendur voru 48 frá 8 háskólum.

Gunnar varð T-11, með skor upp á 11 yfir pari, 155 högg (77 78).

Lið Gunnars Bethany Swedes varð í 3. sæti.

Næsta mót Gunnars og Bethany Swedes er 21. október n.k.