Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 12:40

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-36 e. 1. dag í Las Vegas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, hófu í gær leik á Las Vegas Collegiate Showdown, í Las Vegas, Nevada.

Þátttakendur eru 105 frá 19 háskólum.

Spilaðir eru 3 hringir á 3 dögum, 23.-25. október 2016 og gestgjafi er Las Vegas háskóli.

Guðrún Brá lék 1. hringinn á sléttu pari, 72 höggum og er T-36 í einstaklingskeppninni, þ.e. meðal efri þriðjungs keppenda.

Í liðakeppninni er Fresno State T-13, þ.e. deilir 13. sætinu með Gonzaga.

Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR: