Guðrún Brá. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 22. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 4. sæti á SDSU March Mayhem!

Kvennagolflið Fresno State, með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, í broddi fylkingar varð í 4. sæti á SDSU March Mayhem holukeppninni, sem fram fór í  Farms golfklúbbnum, dagana 20.-22. mars 2017.

The Bulldogs, en svo heitir golflið Fresno vann viðureign sína g. liði Kaliforníuháskóla á mánudeginum og komst áfram og sigraði San Diego State en tapaði síðan leik sínum g. USC 3,5-1,5 en stóð þó betur upp í hárinu á USC en nokkurt annað háskólalið.

Fresno State lék til úrslita um 3. sætið en tapaði leik sínum gegn Pepperdine, 3&2 og hafnaði því í 4. sæti.

Næsta mót hjá Guðrúnu Brá og Fresno er Anuenue Spring Break Classic á Maui, Hawaii dagana 27.-29. mars.

Sjá má lokastöðuna á SDSU March Mayhem með því að SMELLA HÉR:

Hér má sjá alla (4) leiki Fresno State í holukeppninni og eins og sjá má vann Guðrún Brá 3 af 4 viðureignum sínum. Glæsileg eins og alltaf!!!

4. umferð – leikið um 3. sætið
Pepperdine sigraði Fresno State: 3-2
Momoka Kobori (Pep) sigraði Mimi Ho (FS): 5&3
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (FS) sigraði Katherine Zhu (Pep): 5 up
Tatiana Wijaya (Pep) sigraði Kristin Simonsen (FS): 6&5
Patricia Wong (Pep) sigraði Yifei Wang (FS): 4&3
Joanna Kim (FS) sigraði Hira Naveed (Pep): 2&1

3. umferð – undanúrslit
USC sigraði Fresno State: 3.5-1.5
Kristin Simonsen (FS) vann Victoria Morgan (USC): 2&1
Tiffany Chan (USC) vann  Mimi Ho (FS): 3&2
Gabriella Then (USC) vann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur (FS): 6&5
Muni He (USC) vann Joanna Kim (FS): 5&4
Allisen Corpuz (USC) g. Yifei Wang (FS): Féll á jöfnu A/S.

2. umferð
Fresno State vann San Diego State: 3-2
Kristin Simonsen (FS) vann Haleigh Krause (SDSU): 2&1
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (FS) vann Natalie Vivaldi (SDSU): 4&2
Mimi Ho (FS) vann Sirene Blair (SDSU): 1 up
Fernanda Escauriza (SDSU) vann Joanna Kim (FS): 5&3
Georgia Lacey (SDSU) vann  Yifei Wang (FS): 4&3

1. umferð
Fresno State vann Cal: 4-1
Marianne Li (Cal) vann (FS) Joanna Kim: 4&3
Yifei Wang (FS vann Marthe Wold (Cal): 3&1
Kristin Simonsen (FS) vann Maria Herraez Galvez (Cal): 3&2
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (FS) vann. Amina Wolf (Cal): 1 up
Mimi Ho (FS) vann. Lucia Gutierrez (Cal): 2 up