Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 24. 2016 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún brá lék vel á Old Ranch!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, lék vel með Fresno State háskólaliðinu á móti sem fram fór á Old Ranch Country vellinum í Kaliforníu.

Guðrún Brá, sem er úr Keili í Hafnarfirði, endaði í 7. sæti í einstaklingskeppninni en skólalið hennar varð í öðru sæti á þessu móti.

Guðrún lék hringina þrjá á +3 samtals (73-75-71).

Sigurvegarinn var á -4 samtals.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: