Guðrún Brá Björgvinsdóttir er uppáhaldskvenkylfingur Jóhannesar.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik í 19. sæti á The Gold Rush

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu The Fresno State Bulldogs tóku dagana 27.-28. febrúar 2017 þátt The Gold Rush mótinu presented by Tantalum.

Þátttakendur voru 87 frá 14 háskólum.

Guðrún Brá lauk keppni í 19. sæti, sem er stórglæsilegur árangur!!!

Samtals lék Guðrún Brá á 8 yfir pari, 224 höggum (76 75 73).

Fresno State varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á The Gold Rush mótinu með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót hjá Guðrúnu Brá er 13. mars n.k. á heimavelli en mótið heitir Fresno State Classic.