Guðrún Brá Björgvinsdóttir er uppáhaldskvenkylfingur Jóhannesar.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-9 á Fresno State Classic

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, voru gestgjafar Fresno State Classic mótsins.

Mótið fór  fram í San Joaquin Country Club, dagana 13.-14. mars 2017 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólaliðum.

Guðrún Brá lék á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (73 75 75).

Lið Fresno State varð T-2 þ.e. deildi 2. sætinu með 2 öðrum liðum í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Fresno State Classic með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brár og Fresno State er SDSU March Mayhem tournament, sem fram fer 20.-22. mars n.k.