Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2017 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-7 í Oklahoma

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í Bandaríkjunum Fresno State tóku þátt í Dale McNamara Invitational.

Mótið fór fram á golfvelli Tulsa CC, í Tulsa, Oklahoma, dagana 10.-11. apríl og lauk því í gær.

Guðrún Brá lék á samtals á 221 höggi (74 75 72) og lauk keppni T-7 þ.e. deildi 7. sætinu með Kennedy Ishee frá Oral Roberts háskólanum.

Lið Fresno State hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Dale McNamara Invitational með því að SMELLA HÉR: