Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-11 á Ptarmigan Ram Classic

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk keppni í gær í Ptarmigan Ram Classic Presented by Subaru of Loveland .

Gestgjafi var Colorado State háskólinn.

Keppendur voru u.þ.b. 90 frá 17 háskólum.

Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (76 75 70) og varð T-11, sem er góður árangur á 1. móti keppnistímabilsins!

Fresno State varð í 9. sæti af 17 í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Ptarmigan Ram Classic með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 21. september n.k.