Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefir lokið keppni á svæðismótinu í Albuquerque

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í NCAA Albuquerque Regional 8.-10. maí 2017 og hefir nú lokið leik

Hún var valin til þátttöku, sem einstaklingur í þessu svæðismóti, en lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, ekki og er þetta mikill heiður fyrir hana.

Guðrún Brá lék samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (73 75 80) og er sem stendur T-49 en sætistala hennar getur ennþá breyst því ekki allir hafa lokið keppni – Þátttakendur í mótinu eru 95 þannig að Guðrún Brá er einhvers staðar um miðbik skortöflunnar.

Lokahringinn lék Guðrún Brá á 8 yfir pari, óvenjulegum 80 höggum fyrir hana; á hring þar sem hún fékk 1 fugl, 2 skolla, 2 skramba og einn þrefaldan skolla.

Sjá má stöðuna á NCAA Albuquerque Regional með því að SMELLA HÉR: