Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2014 | 16:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst tekur þátt í General Hackler mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í General Hackler mótinu, sem fram fer 10.-11. mars 2014 á TPC of Myrtle Beach í Murrels Inlet í Suður-Karólínu.

Í mótinu taka þátt 68 keppendur frá 12 háskólum.

Eftir fyrri mótsdag deilir Guðmundur Ágúst 44. sætinu í einstaklingskeppninni á 13 yfir pari (79 78).

Hann er á 5. og lakasta skori liðs síns og því telur það ekki í liðakeppninni en ETSU liðið er í 3. sætinu í liðakeppninni.

Guðmundur Ágúst hefir á þessari stundu þegar spilað 11 holur af lokahring sínum í mótinu og má fylgjast með gengi hans með því að SMELLA HÉR: