Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2015 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 3. sæti!!! Gísli T-26 og Bjarki T-46 í Toledo

Þrír íslenskir kylfingar tóku þann 21.-22. september 2015 þátt í Inverness Intercollegiate; þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og lið hans ETSU og Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson GB og lið þeirra Kent State.

Mótinu lauk í dag og keppendur voru 75.

Guðmundur Ágúst lauk keppni í 3. sæti  í einstaklingskeppninni; en hann lék betur með hverjum hringnum; var á 2 yfir pari, 215 höggum (73 72 70).

Gísli varð T-27 lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (73 77 75).

Bjarki er T-51 á samtals 17 yfir pari 230 högg (77 75 78).

Lið Guðmundar Ágústs ETSU varð í 2. sæti en Kent State, lið Gísla og Bjarka í 9. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku.

Sjá má lokastöðuna á Inverness Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Bjarka og Gísla er 5. október í Aurora, Ohio en næsta mót Guðmundar Ágústs er 9. október, í Tennessee.