Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2015 | 16:20

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og Rúnar við keppni í Puerto Rico

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK eru nú við keppni á Puerto Rico Classic, í Puerto Rico.

Þátttakendur í mótinu eru 75 frá 15 háskólaliðum.

Sem stendur eru báðir Guðmundur Ágúst og Rúnar fyrir miðju skortöflunnar, en þeir eiga báðir eftir að ljúka 4-5 holum.

ETSU, skólalið Guðmundar er sem stendur í 5. sæti í liðakeppninni (þegar þetta er ritað kl. 16:00) og lið Rúnars (The Gophers, lið Minnesota háskóla) er T-8, en þetta getur enn allt breyst.

Til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR: