Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2016 | 06:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU sigruðu á SoCon!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU höfðu sigur á SoCon Championships, urðu í 1. sæti af 8 háskólaliðum.

ETSU tekur því þátt í NCAA Regionals 16. maí n.k.

Guðmundur Ágúst varð T-10 í einstaklingskeppninni, lék á 4 yfir pari, 220 höggum (74 71 75).

Liðsfélagi Guðmundar Ágústs, Adrian Meronk sigraði í einstaklingskeppninni í mótinu og enn annar liðsfélagi hans Mateusz Gradecki varð T-5.

Stórglæsilegt hjá Guðmundi Ágústi og félögum!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á SoCon Championships SMELLIÐ HÉR: