Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2014 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU sigruðu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, og golflið ETSU sigruðu á Inverness Intercollegiate, sem fram fór 22.-23. september s.l.

Gestgjafi mótsins var University of Ohio í Toledo og þátttakendur voru 60 frá 12 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 10 yfir pari, 223 höggum (76 71 76) og hafnaði í 15. sæti í einstaklingskeppninni.

Guðmundur Ágúst var á 3. besta skorinu í liði sínu, en liðsfélagi hans Adrian Meronk sigraði í einstaklingskeppninni.

Lið ETSU sigraði í liðakeppninni og taldi skor Guðmundar Ágústs því.

Þetta var 1. mót ETSU á 2014-2015 keppnistímabilinu en næsta mót ETSU er Jack Nicklaus Inv. í Colombus, Ohio, sem hefst á morgun.

Til þess að sjá lokastöðuna á Inverness Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: