Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 5. sæti á Jack Nicklaus Inv.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku í gær leik á Jack Nicklaus boðsmótinu, sem fram fór í Colombus, Ohio.

Þátttakendur í mótinu, sem fram fór dagana 28.-29. september voru 65 frá 12 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék hringina 3 á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (77 73 72) og lék sífellt betur með hverjum hringnum.

Guðmundur Ágúst deildi 28. sætinu í einstaklingskeppninnni og var á 4. besta skori ETSU, og taldi það því í 5. sætis árangri ETSU í liðakeppninni.

Næsta mót Guðmundur Ágústs og ETSU er Wolfpack Intercollegiate mótið sem hefst 6. október í Raleigh, Norður-Karólínu.

Til þess að sjá lokastöðuna í Jack Nicklaus boðsmótinu SMELLIÐ HÉR: