Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 3. sæti e. fyrri dag í Ohio

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Jack Nicklaus Inv. í Colombus, Ohio.

Mótið stendur dagana 28.-29. september; þátttakendur eru á 7. tug frá 12 háskólum og gestgjafi að þessu sinni The Ohio State University.

Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringi mótsins á 77 og 73 höggum og er því á samtals 8 yfir pari, 150 höggum eftir fyrri mótsdag.

Guðmundur Ágúst deilir 39. sæti og er með 4. besta árangur ETSU liðsins, sem er sem stendur í 3. sæti í liðakeppninni.

Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í kvöld.

Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: