Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2016 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 10. sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU, endaði í 52. sæti á háskólamóti með East Tennessee State háskólaliðinu í Bandaríkjunum.  Mótið sem um ræðir var The Prestige at PGA og fór fram á La Quinta, í Kaliforníu.

Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á +11 samtals (74-78-72).

Sigurvegarinn, Zach Wright frá Louisiana State University (LSU) lék á -11 samtals.

ETSU liðið endaði í 10. sæti í liðakeppninni af alls 13 liðum sem tóku þátt.

Næsta mót hjá Guðmundi og félögum hans er 11.-13. mars.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: