Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges, í Jonesboro, Tennessee.

Þátttakendur voru u.þ.b. 80 frá 15 háskólaliðum.

Mikið rigningaveður varð til þess að mótið var stytt í 36 holu mót

Guðmundur Ágúst lauk keppni í 5. og síðasta sæti liðs síns  þ.e. í  71. sæti í einstaklingskeppninni, með hringi upp á samtals 153 högg (75 78).

Golflið ETSU varð í 2. sæti í mótinu en skor Guðmundar Ágústs taldi ekki.

Næsta mót golfliðs ETSU er 17. október þ.e. eftir viku í Alpharetta, Georgia.

Sjá má lokastöðuna á  Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu  með því að SMELLA HÉR: