Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 00:50

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 2. sæti á Wolfpack mótinu eftir 1. dag!!!!

Afmæliskylfingur dagsins, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU og Íslandsmeistari í holukeppni 2013, er afmælisdaginn við keppni á Wolfpack mótinu sem fram fer á Loonie Poole golfvellinum í Raleigh, Norður-Karólínu.  Guðmundur Ágúst er 21 árs í dag.

Wolfpack mótið stendur dagana 7.-8. október 2013. Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Eftir fyrri dag keppninnar, þar sem spilaðir voru 2 hringir er Guðmundur Ágúst í 2. sæti í einstaklingskeppninni!!!!

Guðmundur Ágúst lék fyrri hringinn á 68 höggum og seinni hringinn á 6 undir pari, 66 glæsihöggum og fékk hvorki fleiri né færri en 7 fugla og 1 skolla!!!  Stórglæsilegur árangur hjá Guðmundi Ágúst!!!

Guðmundur Ágúst er að sjálfsögðu á besta skori ETSU, sem er í 2. sæti í liðakeppninni!!!

Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs og golfliði ETSU með því að SMELLA HÉR: