Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2016 | 18:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst bestur af Íslendingunum á NCAA Kohler

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í NCAA Kohler Regionals mótinu þ.e. Kohler svæðamótinu en þetta eru þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR; Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB.

Af Íslendingunum 3 er Guðmundur Ágúst að standa sig best en hann átti stórgóðan 2. hring; lék Blackwolf Run völlinn í Meadow Valley, Wisconsin, þar sem mótið fer fram á 1 undir pari, 71 höggi.

Samtals er Guðmundur Ágúst búinn að spila á 1 yfir pari, 145 höggum (74 71) og á eftir að ljúka 3. hring og síðasta hring, en mótið stendur frá 16.-18. maí og lýkur í dag.

Gísli Sveinbergs, GK spilaði á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (74 76 76) og Bjarki, GB, á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (76 76 76) og eru þeir meðal þeirra neðstu í mótinu en alls eru 75 þáttakendur frá 13 háskólum.

Þriðja hring er að ljúka þegar þetta er ritað en Guðmundur Ágúst á einn Íslendinganna eftir að ljúka leik.

Kent State lið Bjarka og Gísla er í 12. sæti í liðakeppninni en lið Guðmundar Ágúst er enn sem komið er í 8. sæti en 5 efstu lið keppa í The Championship þ.e. Nationals. Spurning hvort ETSU lið Guðmundar Ágústs nái að hífa sig upp í 5. sætið?

Fylgjast má með stöðunni og gengi Guðmundar Ágúst síðustu metranna með því að SMELLA HÉR: