Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundi Ágústi tókst ekki að ljúka hring sínum í gær

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU hófu í gær leik á Bank of Tennessee Intercollegiate í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges, í Jonesboro, Tennessee.

Þátttakendur eru u.þ.b. 80 frá 15 háskólaliðum.

Guðmundur Ágúst kláraði ekki hring sinn og er í 52. sæti sem stendur en á 6 holur eftir óspilaðar af 1. hring sínum.

Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: