Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2017 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Glæsilegur sigur Bjarka á Boilermaker Inv.!!!

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, The Golden Flashes, karlagolflið Kent State sigruðu á Boilermaker Invitational mótinu.

Mótið fór fram dagana 15.-16. apríl 2017 og lauk því í gær.

Bjarki leiddi lið sitt Kent State til sigurs, en hann sigraði í einstaklingskeppninni með skor upp á 4 undir pari, 212 höggum (73 69 70).  Stórglæsilegt hjá Bjarka, eins og hans er von og vísa!!!

Gísli varð T-13,sem er líka flottur topp-15 árangur, af 84 keppendum frá 15 háskólum!!! Skor hans var 3 yfir pari (69 77 73).

Sjá má heimasíðu Kent State þar sem farið er fögrum orðum um þá Bjarka og Gísla með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á Boilermaker Invitational, sem fram fór á Kampen golfvellinum í Vestur-Lafayette, Indiana með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Bjarka og Gísla er Robert Kepler Intercollegiate, sem hefst 22. apríl n.k.