Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2016 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-28

Gísli Sveinbergsson, GK og Kent State, tók þátt í Robert Kepler Intercollegiate Masters helgina 9.-10. apríl 2016.

Mótið fór fram á Scarlett golfvellinum og gestgjafi var Ohio State háskólinn.

Þetta var stórt og sterkt mót: 84 kylfingar kepptu og 16 háskólalið.

Gísli lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (75 75) og varð T-28.

Lið Kent State hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Bjarki Pétursson var ekki með.

Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: