Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli T-1 e. 1. dag MAC Championship

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandríska háskólagolfinu, Kent State taka þátt í MAC Men´s Golf Championship.

Mótið fer fram í The Virtues Golf Club í Nashport, Ohio.

Eftir 1. dag er Gísli í efsta sæti, sem hann deilir með Johnny Watts, frá Ball State.

Báðir léku þeir fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 6 undir pari; Gísli (68 70) og Johnny (69 69) og hafa 2 högga forskot á næstu tvo keppendur.

Bjarki lék fyrstu tvo hringina á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (72 77) og er T-14 af 45 keppendum.

Kent State er í efsta sæti í liðakeppninni af 9 liðum, sem þátt taka. Glæsilegur árangur þetta hjá Gísla, Bjarka og félögum í Kent State!!!!

Sjá má stöðuna á MAC Men´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR: