Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs T-9 e. 1. dag General Hacklar – Bjarki T-27

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sigurbergsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State taka þátt í General Hacklar Championship.

Mótið fer fram í The Dunes Golf & Beach Club á Myrtle Beach í Suður-Karólínu, dagana 11. – 12. mars 2017 og lýkur því í dag.

Keppendur eru 84 frá 15 háskólum.

Gísli hefir spilað á samtals sléttu pari, 144 höggum (74 70) og er T-9, sem er glæsilegur árangur!!!

Bjarki hefir spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er T-27, sem er líka flott en hann er í efri þriðjungnum á skortöflunni!!!

Kent State er í 2. sæti í liðakeppninni!!!  Áfram svona strákar!!!

Sjá má stöðuna á General Hacklar mótinu með því að SMELLA HÉR: