Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2016 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli Sveinbergs lauk leik á Gopher Inv. T-27 og Rúnar T-63 – Bjarki varð í 1. sæti á Gopher Individual

Gísli Sveinbergsson, GK, lauk keppni á The Gopher Invitational, sem fram fór dagana 10.-11. september.

Þátttakendur voru um 75 úr 15 háskólaliðum og var keppt í Windsong Farm Golf Club í Maple Plain, Minnesota.

Gísli lék á samtals 7 yfir pari, 220 höggum (74 70 76) og lauk keppni T-27 þ.e. jafn 5 öðrum.  Flottur árangur hjá Gísla; sérstaklega 2. hringur hans!!!

Kent State, lið Gísla varð í 4. sæti.

Rúnar Arnórsson, GK, tók einnig þátt í þessu móti og lék á 18 yfir pari, 231 höggi (74 77 80) og lauk keppni T-63, þ.e. jafn 5 öðrum í 63. sæti.  Rúnar keppti fyrir Minnesota B, sem varð T-9 þ.e. deildi 9. sætinu með Charlotte háskóla í mótinu.

Rúnar Arnórsson, GK og Minnesota.

Bjarki Pétursson, GB, keppti á öðru móti þ.e. The Gopher Individual og var ekki hluti háskólaliðs Kent, heldur keppti sem einstaklingur og af þeim sem kepptu í þessu móti var Bjarki efstur!!!

Bjarki Pétursson competed against Kristján Þór Einarsson in the Men´s Finals.  Here Bjarki is on the 10th tee of Golf Club Keilir in Hafnarfjörður. Photo: Golf 1

Bjarki Pétursson, GB, á 10. teig Hvaleyrarinnar

Sjá má lokastöðuna á Gopher Invitational með því að SMELLA HÉR: