Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2017 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli sigraði á MAC Men´s Championship

Gísli Sveinbergsson, GK, stóð uppi sem sigurvegari á MAC Men´s Championship, en mótið fór fram dagana 28. apríl-30. apríl 2017 í The Virtues Golf Club, í Nashport, Ohio.

Sigurskor Gísla var 8 undir pari, 280 högg (68 70 71 71). Þetta er fyrsti sigur Gísla í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu.

Það var Gísli sem leiddi lið sitt, Kent State til sigurs, en Kent State varð einnig í 1. sæti í liðakeppninni –  – Stórglæsilegt!!!

Bjarki Pétursson, GB, lauk keppni í mótinu T-19, en hann lék á samtals 12 yfir pari, 300 höggum (72 77 75 76).

Sjá má lokastöðuna í MAC Men´s Championship með því að SMELLA HÉR: