Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net Bandaríska háskólagolfið: Gísli með besta árangur íslensku keppendanna í Minnesota
Gísli Sveinbergsson, GK, stóð sig best íslensku keppendanna á fysta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu; The Gopher Invitational sem fram fór í Minnesota.
Gísli spilaði á samtals 8 yfir pari, á 221 höggi (72 76 74).
Hann varð T-17 af 81 keppanda þ.e. vel í efri 25%.
Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR fataðist aðeins flugið en hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði í 35. sæti.
Samtals spilaði Guðmundur Ágúst á 11 yfir pari, 224 höggum (71 76 77) og var lokahringurinn hans lakasti hringur.
Rúnar Arnórsson, GK bætti sig með hverjum hringnum en segja má að hann hafi spilað sig úr keppni með arfaslakri byrjun, þ.e. 81 höggi en síðan bætti hann sig um 4 högg milli hringja spilaði 2. hring á 77 höggum og lokahringinn á 73 högg og þá var maður aftur farin að þekkja Rúnar! Hann lauk keppni T-63
Til þess að sjá lokastöðuna SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
