Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli með besta árangur íslensku keppendanna í Minnesota

Gísli Sveinbergsson, GK, stóð sig best íslensku keppendanna á fysta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu; The Gopher Invitational sem fram fór í Minnesota.

Gísli spilaði á samtals 8 yfir pari, á 221 höggi (72 76 74).

Hann varð T-17 af 81 keppanda þ.e. vel í efri 25%.

Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR fataðist aðeins flugið en hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði í 35. sæti.

Samtals spilaði Guðmundur Ágúst á 11 yfir pari, 224 höggum (71 76 77) og var lokahringurinn hans lakasti hringur.

Rúnar Arnórsson, GK bætti sig með hverjum hringnum en segja má að hann hafi spilað sig úr keppni með arfaslakri byrjun, þ.e. 81 höggi en síðan bætti hann sig um 4 högg milli hringja spilaði 2. hring á 77 höggum og lokahringinn á 73 högg og þá var maður aftur farin að þekkja Rúnar!  Hann lauk keppni T-63

Til þess að sjá lokastöðuna SMELLIÐ HÉR: