Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2017 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Gísli lauk keppni í AZ í 3. sæti; Bjarki T-12 og Rúnar T-56

Þrír íslenskir kylfingar Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla luku í gær keppni á Maui Jim Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona (AZ) og stóð dagana 22.-24. september 2017.

Gísli stóð sig best íslensku kylfinganna; lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (68 71 71) og lauk keppni í 3. sæti.

Bjarki lauk keppni T-12 á samtals sléttu pari, 216 höggum (70 74 72) og Rúnar varð T-56 á 15 yfir pari, 231 höggi (74 77 80).

Í liðakeppninni varð Kent State í 3. sæti og lið Minnesota háskóla í 6. sæti.

Þátttakendur í mótinu voru 78 frá 15 háskólum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Maui Jim Intercollegiate mótinu í Arizona SMELLIÐ HÉR: