Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2016 | 05:10

Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 4. og Bjarki í 5. sæti e. 1. dag á MAC Championship

Þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB eru aldeilis að standa sig vel á MAC Championship mótinu, en það hófst í gær og stendur dagana 28.-30. apríl 2016.

Mótið fer fram í Highland Meadows, Sylvania, í Ohio.

Þátttakendur eru 45 sterkust kylfingarnir á svæðinu frá 9 háskólum.

Eftir 1. keppnisdag er Gísli í 4. sæti búinn að spila fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari, 143 höggum (71 72).

Bjarki er í 5. sæti búinn að spila á 2 yfir pari, 144 höggum. Hann átti frábæran 1. hring 69 glæsihögg en fylgdi því ekki nægilega vel eftir með hring upp á 75 högg. Glæsilegt hjá þeim báðum!!!

Kent State lið þeirra Gísla og Bjarka er í 1. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrstu 2 hringi mótsins SMELLIÐ HÉR: