Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 22:22

Bandaríska háskólagolfið: Gísli á -4, 68 höggum og í 1. sæti e. 1. dag í Arizona!!!

Þrír íslenskir kylfingar Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla léku í dag 1. hring á Maui Jim Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona og stendur dagana 22.-24. september.

Gísli lék best allra – en hann er í fyrsta sæti eftir 1. hring, lék á 4 undir pari, 68 glæsihöggum – fékk hvorki fleiri né færri en 9 fugla, en því miður líka 3 skolla og 1 skramba.

Bjarki er T-3, lék á 2 undir pari, 70 höggum, en Rúnar er T-40 sem stendur á 3 yfir pari, en á eftir að spila 3 holur.

Þátttakendur í mótinu eru 78 frá 15 háskólum.

Til þess að sjá stöðuna í Arizona SMELLIÐ HÉR: