Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 00:01

Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki og Kent State í 9. sæti e. 1. dag í Tennessee

Gísli Sveinbergs, GK, Bjarki Pétursson, GB og Kent State taka þátt í Bank of Tennessee, sem fram fer í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges í Jonesborough, Tennessee.

Þátttakendur í mótinu eru 84 frá 15 háskólum.

Gísli og Bjarki léku báðir 1. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og eru báðir T-35.

Lið Kent State er í 9. sæti af 15 háskólaliðum eftir 1. dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bank of Tennessee mótsins SMELLIÐ HÉR: