Gísli Sveinbergsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2016 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki og Kent State í 1. sæti

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State sigruðu í liðakeppninni á Cleveland State University Invitational (skammst. CSU Inv.)

Þátttakendur voru 72 frá 11 háskólum.

Gísli lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (68 71 72) og lauk keppni T-7.

Bjarki lék á samatals 1 yfir pari, 217 höggum (70 72 75) og lauk keppni T-18.

Sjá má lokastöðuna á CSU Inv. með því að SMELLA HÉR: