Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2019 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki & Kent State urðu í 11. sæti á Kepler Intercoll.

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og félagar í Kent State tóku þátt í Robert Kepler Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 19.-20. apríl sl. á Scarlet velli Ohio State University.

Þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum.

Gísli lauk keppni T-30 á 7 yfir pari, 149 höggum (76 73). Gísli var jafnframt á besta skorinu í liði Kent State. Flott hjá Gísla!!!

Bjarki lauk keppni T-33 á 8 yfir pari, 150 höggum (76 74).

Sjá má lokastöðuna í Robert Kepler Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Bjarka, Gísla & félaga er MAC meistaramótið sem fram fer 26.-29. apríl n.k.