Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2019 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli bestur íslensku keppendanna á lokahringnum í Louisiana!!!

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í 34. móti Louisiana Classic, en gestgjafi mótsins var Louisiana Lafayette háskóli, skóli Björns Óskars Guðjónssonar, GM. Mótið fór fram í Oakbourne CC, í Lafayette, Louisiana og stóð 25.-26. febrúar.

Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum.

Keppendurnir íslensku voru auk gestgjafans Björns Óskars: Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og lið þeirra Kent State og Hlynur Bergsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu University of Northern Texas (UNT).

Íslensku keppendurnir luku leik í einstaklingskeppninni svo sem hér segir:

T-15 Gísli Sveinbergsson á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (75 73 68). Frábær lokahringur Gísla skaut honum úr T-54 í T-15 eða upp um 39 sæti í mótinu. Frábær árangur!!!

T-18 Bjarki Pétursson á samtals 5 yfir pari, 221 högg1 (75 73 73).

T-38 Björn Óskar Guðjónsson á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (77 73 74).

T-80 Hlynur Bergsson á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (78 79 80).

Lið Bjarka og Gísla, Kent State lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni; UNT í 10. sæti og  gestgjafarnir í Louisiana Lafayette í 11. sæti.

Sjá má lokastöðuna á Louisiana Classic með því að SMELLA HÉR: